Sendingarleiðirnar okkar
Fá sendingu samdægurs
Er stutt í fríið?
Þú getur haft samband við okkur ef þú þarft að fá vörur með stuttum fyrirvara, það er stundum hægt.
Fá sendingu frítt
Viltu sleppa við sendingargjaldið?
Ef þú verslar fyrir 13.000 kr eða meira fellur sendingargjald niður bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni (0 kr)!
Aðrar sendingarleiðir
Viltu velja aðrar hagstæðar sendingarleiðir?
Við bjóðum upp á fjöldan allan af sendingarleiðum! Sóttu á allar N1 stöðvar (600 kr), í póstbox/pósthús (~1000 kr) o.fl. Athugið að þessar sendingarleiðir eiga ekki við þegar sendingartími er tekinn fram í titli á vöru.
Um okkur
Ódýr
Við gerum okkar besta til að halda verðinu eins lágu og við getum. Þetta náum við með því að kaupa í meira magni, nýta okkur viðskiptasambönd og halda leigutekjum í lágmarki. Þú getur alltaf búist við sanngjörnum verðum í ferðabúðinni!
Gæði
Við leggjum okkur fram við að selja vandaðar vörur. Fyrir einstaka vörur bjóðum við bæði upp á „vandaða útgáfu“ og „ódýrari útgáfu“ til að fleiri geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Einfaldleiki
Þú getur valið úr fjölda sendingarleiða og fundið allt sem þú þarft í ferðalagið hjá okkur. Við gerum ferlið eins auðvelt og hægt er!
Við mælum með
Hér eru nokkrar vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur.
Þetta er frábært, vandað og öruggt leðurveski með koparkeðju fyrir ferðalögin. Það er með innbyggðri RFID-vörn sem kemur í veg fyrir að þjófar geti stolið kortaupplýsingum með skönnum og öðrum tækjum. Veskið er með keðju sem hægt er að festa við sig til að koma í veg fyrir að vasaþjófar geti auðveldlega tekið það úr vasanum okkar.
Það getur verið mikið vesen að týna kortum, peningum og skilríkjum erlendis, sem getur einfaldlega eyðilagt ferðalögin. Því er best að gera allt sem í okkar valdi stendur til að passa upp á þessa hluti.
Þetta veski slær tvær flugur í einu höggi og verndar þig bæði frá vasaþjófum og RFID-þjófum.
Veskið er gert úr leðri og hefur koparkeðju. Það er með tveimur hólfum fyrir klink og pláss fyrir kort eins og ökuskírteini og greiðslukort.
Bættu skipulagið og auktu öryggi
Þegar við ferðumst erum við oft á stöðum sem við þekkjum illa og erum ekki alltaf vör við þær hættur sem geta leynst í kringum okkur. Það er því mikilvægt að vera vel skipulagður og hafa búnað sem hjálpar okkur að verða ekki fórnarlömb glæpamanna erlendis.
Við seljum meðal annars hluti sem gera vasaþjófum erfitt fyrir að stela frá okkur, búnað sem hjálpar til við að halda ferðatöskunum snyrtilegum og skipulögðum, og ýmislegt sem nýtist vel á ferðalögum.
Við einblínum á vandaðar vörur sem hafa fengið frábærar viðtökur frá viðskiptavinum okkar og sem nýtast þér og þínum í komandi ferðalögum.
Við höfum náð góðum samböndum við trausta heildsala sem sérhæfa sig í vönduðum og góðum vörum sem þú getur keypt hjá okkur.