Vörur í ferðalagið

Fáðu vörurnar sendar beint á N1 eða heim að dyrum.

Sendingarleiðirnar okkar

Fá sendingu samdægurs

Er stutt í fríið?

Ef þú velur að fá
vörurnar sendar á N1 Ártúnshöfða með Dropp (600 kr), þá eru þær tilbúnar samdægurs ef pöntun kemur fyrir 20:00.

Ef þú velur að fá vörurnar sendar með kvöldsendingu Sendanda (900 kr - 1200 kr) fyrir kl 1, þá eru vörurnar afhentar í heimahús um kvöldið, bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið.

Fá sendingu frítt

Viltu sleppa við sendingargjaldið?

Ef þú verslar fyrir meira en 6000 kr og býrð á höfuðborgarsvæðinu þá getur þú valið að fá vörurnar sendar heim að dyrum þér að kostnaðarlausu (0 kr)! Í flestum tilvikum berast sendingar á 0-3 dögum, en það getur tekið í mesta lagi viku með þessari sendingarleið.

Ef þú verslar fyrir 11.000 kr eða meira fellur sendingargjald niður bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni (0 kr)!

Aðrar sendingarleiðir

Viltu velja aðrar hagstæðar sendingarleiðir?

Þú getur fengið vörurnar sendar á næstu N1 stöð við þig (600 kr).

Þú getur fengið vörurnar sendar í pósthús eða póstbox næst þér (~1000 kr).

Þú getur valið að fá heimsendingu með Sendanda (900 kr - 1200 kr) samdægurs eða næsta dag eftir því hvenær þú pantar á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

Athugið að þessar sendingarleiðir eiga ekki við þegar sendingartími er tekinn fram í titli á vöru.

Um okkur

Ódýr

Við leitumst eftir því að halda verðinu eins lágu og við getum. Við gerum þetta með ýmsu móti, m.a. með því að kaupa í meira magni, nýta okkur góð viðskiptasambönd við heildsala okkar og halda leigutekjum í lágmarki. Þú getur alltaf búist við sanngjörnum verðum í ferðabúðinni!

Gæði

Við leggjum okkur fram við það að selja vandaðar vörur sem hljóta mikið lof viðskiptavina. Fyrir einstaka vörur þá bjóðum við upp á "vandaða útgáfu" og "ódýrari útgáfu", en þetta er gert til að leyfa fleira fólki að finna eitthvað við sitt hæfi, miðað við það sem einstaklingar eru tilbúnir að borga.

Einfaldleiki

Til að bjóða upp á betri þjónustu höfum við ákveðið að birta einkunnir og umsagnir frá viðskiptavinum sem hafa keypt sömu vörur erlendis. Þriðji aðili leyfir okkur að nýta þessa virkni. Ef þér líkar ekki vörurnar getur þú fengið endurgreitt (samkvæmt skilmálum) nema annað sé tekið fram í lýsingu.

Við mælum með

Hér eru nokkrar vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Bættu skipulagið og auktu öryggi

Þegar við ferðumst erum við oftar en ekki á stöðum sem við þekkjum illa og við erum ekki alltaf vör við þær hættur sem geta leynst í kringum okkur. Það er því mikilvægt að vera vel skipulagður/skipulögð og vera með búnað sem aðstoðar okkur við að verða ekki fórnarlamb glæpamanna erlendis.

Við seljum m.a. hluti sem gerir vasaþjófum erfitt fyrir að stela af okkur, búnað sem hjálpar til við að halda ferðatöskunum okkar snyrtilegum og skipulögðum og ýmislegt sem getur nýst sér vel þegar við ferðumst.

Við einblínum á vandaðar vörur sem hafa fengið frábærar viðtökur frá viðskiptavinum og sem geta nýst þér og þínum í komandi ferðalögum.

Við höfum öðlast traust viðskiptavina okkar og við þökkum þér fyrir að heimsækja ferðabúðina.

English